Þjón­usta

Iðan fræðslusetur veitir margskonar þjónustu sem snýr að námi og starfi fólks. Náms- og starfsráðgjöf er boðin einstaklingum að kostnaðarlausu og sérstaklega er stutt við vinnustaðanám iðngreina og gott starfsumhverfi nema með Nemastofu sem rekin er af Iðunni fræðslusetri og Rafmennt. Þá veitir Iðan sveinsprófsnefndum 28 löggiltra iðngreina þjónustu með umsýslu og framkvæmd sveinsprófa.

Ráðgjaf­ar­viðtöl

Iðan fræðslusetur býður einstaklingum upp á náms- og starfsráðgjöf til að skoða möguleika sína á námi og starfsþróun og er ráðgjöfin fólki að kostnaðarlausu. Náms- og starfsráðgjafar Iðunnar voru fimm á starfsárinu og sinntu þeir aðallega raunfærnimati og almennri náms- og starfsráðgjöf. Einnig tóku ráðgjafar Iðunnar þátt í ýmsum öðrum innlendum verkefnum sem og erlendum samstarfsverkefnum.

Raunfærnimat

Á starfsárinu var unnið raunfærnimat í 20 greinum. Alls fóru 180 einstaklingar í raunfærnimat á árinu og er það örlítil fækkun frá fyrra ári. Nýtt rafrænt kerfi fyrir raunfærnimat var tekið í notkun haustið 2022. Með nýju kerfi er raunfærnimatsferlið nú orðið rafrænt að öllu leyti og hefur með því skapast hagræðing bæði fyrir þátttakendur í raunfærnimati sem og Iðuna.

Náms- og starfsráðgjafar unnu að gerð fræðsluáætlunar fyrir Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar. Var það í annað sinn sem unnin var fræðsluáætlun fyrir Reykjavíkurborg og hefur starfsfólkið þar nýtt sér fjölda námskeiða á vegum Iðunnar. Fyrirhugað er að ráðgjafar Iðunnar vinni að fræðsluáætlun fyrir fleiri fyrirtæki sem hafa aðild að Iðunni.

Metnar einingar á starfsárinu voru 13.005 og tekin voru 1723 viðtöl.

Nemastofa

Stjórnir Iðunnar fræðsluseturs og RAFMENNTAR stofnuðu Nemastofa atvinnulífsins þann 18.mars 2022. Markmið Nemastofu atvinnulífsins er að fjölga fagmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði m.a. með því að fjölga fyrirtækjum sem bjóða nemum námssamning, stuðla að fjölgun iðnnema, styðja við og styrkja vinnustaðanám í iðngreinum og stuðla að góðu starfsumhverfi fyrir nema óháð kyni í iðnnámi.

Markmið Nemastofu atvinnulífsins er að stuðla að fjölgun iðnnema, kynna námstækifæri í iðn-og starfsnámi fyrir ungu fólki; styðja iðnnema sem eru ekki með íslensku að móðurmáli í iðnnámi;  vinna gegn brottfalli í iðn- og starfsnámi; stuðla að jafnari kynjahlutfall í iðngreinum; taka þátt í verkefnum sem miða að því að bæta ímynd vinnustaðanáms; efla vitund innan fyrirtækja um mikilvægi jákvæðarar vinnustaðamenningar ofl. Áherslur og verkefni Nemastofu atvinnulífsins eru í takt við heimsmarkmið um sjálfbæra þróun. Ársuppgjör Nemastofu atvinnulífsins má lesa á www.nemastofa.is.

Sveinspróf

Iðan veitir nemendum í verknámi fjölbreytta þjónustu. Iðan veitir sveinsprófsnefndum 28 löggiltra iðngreina þjónustu með skráningu nemenda í sveinspróf, undirbúning prófa og aðstoð við gerð verklagsgreina um framkvæmd prófa.  Á tímabilinu 1.júlí 2022- 30.júní 2023 stóðust samtals 786 sveinspróf í þeim iðngreinum sem Iðan þjónar.

Sérúrræði í sveinsprófi

Iðan fræðslusetur leitast við að veita jöfn tækifæri til náms og býður upp á sérúrræði í sveinsprófum fyrir þá einstaklinga sem búa við fötlun eða aðra hömlun sem hindrar þá í námi. Sérúrræðin geta falist í lengri próftíma, stærra letri á prófblöðum, munnlegum prófum, upplestri á prófum eða túlkaþjónustu.

Fjöldi sveins­prófstaka

2019 - 20202020 - 20212022 - 20222022 - 2023
Almenn ljósmyndun1131
Bakariðn121097
Bifreiðasmíði1071515
Bifvélavirkjun41254855
Bílamálun228180
Blikksmíði610119
Bókband0011
Framreiðsluiðn27201524
Gull- og silfursmíði5677
Hársnyrtiiðn54446765
Húsasmíði150188159266
Húsgagnabólstrun0012
Húsgagnasmíði67013
Kjólasaumur0522
Kjötiðn5003
Kjötskurður0000
Klæðskurður4338
Konditor0000
Matreiðsla68614956
Málaraiðn28312226
Mjólkuriðn2202
Múraraiðn8172516
Pípulagnir28285359
Prentsmíð, gr. m.6633
Prentun0000
Rennismíði5838
Skipa og bátasmíði0101
Skósmíði0000
Snyrtifræði34212124
Söðlasmíði0000
Stálsmíði141360
Úrsmíði0001
Veggf.og dúkl.0224
Veiðarfæratækni3052
Vélvirkjun1128991106
651613639786

Stað­festir náms­samn­ingar

2019 - 20202020 - 20212022 - 20222022 - 2023
Almenn ljósmyndun1641
Bakariðn2312110
Bifreiðasmíði1110126
Bifvélavirkjun33542612
Bílamálun1815155
Blikksmíði8990
Bókband1110
Framreiðsluiðn172262
Gull- og silfursmíði31323
Hársnyrtiiðn4569295
Húsasmíði12115920352
Húsgagnabólstrun0121
Húsgagnasmíði13103
Kjólasaumur1520
Kjötiðn5750
Kjötskurður0000
Klæðskurður6531
Konditor0001
Matreiðsla9141634
Málaraiðn2522158
Mjólkuriðn2442
Múraraiðn722157
Pípulagnir36516816
Prentsmíð, gr. m.6572
Prentun0000
Rennismíði3436
Skipa og bátasmíði0100
Skósmíði0100
Snyrtifræði2326113
Söðlasmíði0000
Stálsmíði915511
Úrsmíði0111
Veggf.og dúkl.6231
Veiðarfæratækni7242
Vélvirkjun771018344
586689622199

Árni Sigurjónsson, formaður SI um mikilvægi Iðunnar