Tölfræði námskeiða
Aldrei hafa fleiri námskeið verið haldin á einu og sama starfsárinu. Mikil áhersla var lögð á að tengja þróun og framleiðslu námskeiða við sjálfbærnistefnu Iðunnar og miðlun á nýrri þekkingu. Sett voru af stað námskeið í flokki sjálfbærni og nýsköpunar til þess að efla hæfni og þekkingu félagsfólks í iðnaði.
Á starfsárinu voru haldin 416 staðbundin námskeið á fimm fræðslusviðum auk námskeiða fyrir alla og námskeiða sem tengjast símenntun og nýsköpun. Þátttakendur á staðbundnum námskeiðum á starfsárinu voru alls 3.983.
Á töflunum hér fyrir neðan má sjá hvernig fjöldi þátttakenda á námskeiðum Iðunnar hefur þróast síðustu tíu starfsár.