Iðan fræðslu­setur

Iðan sinnir símenntun starfsmanna í bílgreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum, prent- og miðlunargreinum og matvæla- og veitingagreinum. Hlutverk Iðunnar er að sjá fyrirtækjum og einstaklingum fyrir nýrri þekkingu og færni eftir því sem þörf krefur.

Stjórn Iðunnar og helstu verk­efni

Á rekstrarárinu vann stjórn Iðunnar að nánari innleiðingu á stefnu og markmiðum fyrirtækisins sem sett voru fyrir árin 2022 til 2024. Áherslan er sem fyrr á þjónustu við félagsmenn, á fjölbreytt fræðsluframboð, á nýsköpun og tækni, þróun nýrra kennsluhátta, á samvinnu og sjálfbærni.

Mark­aðs- og kynn­ing­armál

Starfsárið boðaði töluverðar breytingar á markaðs- og kynningarmálum Iðunnar. Starfsmenn deildarinnar eru þrír og á starfsárinu var mikil áhersla lögð á markvissa starfsmannafræðslu og uppbyggingu. Þá var tekið upp nýtt skipulag á starfinu sem byggir á því að hver leiðtogi fær úthlutað tengilið á markaðsdeild sem vinnur náið með honum að markaðssetningu viðkomandi greinasviðs.

Mannauður

Mannauðsstefna Iðunnar fræðsluseturs er í meginatriðum: Að ráða, efla og halda í hæft starfsfólk. Það var áskorun fyrir starfsfólk að takast á við skipulagsbreytingar á starfsárinu. Starfsfólk tókst á við breytingarnar af seiglu og reiknað meðmælaskor í lok starfsársins gefur til kynna ánægju með Iðuna fræðslusetur sem vinnustað. Á starfsárinu fór af stað viðamikil undirbúningsvinna til jafnlaunastaðfestingar.