Sjálf­bærni og nýsköpun

Nýsköpun og sjálfbærni fléttast saman í fræðslustarfi Iðunnar enda fer það saman við sívaxandi kröfu um aukna framleiðni sem er í sátt við umhverfi og samfélag og ábyrga neyslu og framleiðslu í iðnaði.

Sjálf­bærni­skýrsla Iðunnar

 Á starfsárinu var gefin út fyrsta sjálfbærniskýrsla Iðunnar þar sem gerð er grein fyrir þeim árangri sem hefur náðst í sjálfbærni. Iðan hefur sett sér stefnu í sjálfbærnimálum og sérstakt teymi starfsfólks hefur umsjón með henni.

Í stefnu Iðunnar um sjálfbærni segir að Iðan skuli hafa sjálfbærnihugsun að leiðarljósi í allri þekkingarmiðlun og þjónustuframboði. Til að styðja við stefnuna hefur sjálfbærniráð Iðunnar og starfsfólk valið fjögur markmið af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Menntun fyrir alla, jafnrétti kynjanna, góða atvinnu og hagvöxt og ábyrga neyslu og framleiðslu.
Heimsmarkmiðin voru skoðuð í samhengi við starfsemi Iðunnar og munu ráða ferðinni í sjálfbærnivegferð fyrirtækisins í takt við gildi Iðunnar sem eru framsækni, virðing og fagmennska.
Sjálfbærniskýrslan var unnin eftir UFS leiðbeiningum Nasdaq.

Sjálfbærni var þema á bransadögum sem voru haldnir í nóvember. Pétur Halldórsson skógfræðingur var einn þeirra sem fræddi gesti um sjálfbærni.

Nýsköpun í starfi Iðunnar

Á árinu var lagður grunnur að því að efla nýsköpun og nýsköpunarmenningu innan Iðunnar. Markmiðið er að Iðan verði þekkt fyrir að miðla nýjustu þekkingu og framþróun í iðnaði og að efla þátttöku félagsfólks okkar á námskeiðum og viðburðum um nýsköpun. 

Á starfsárinu voru sett á dagskrá námskeið um styrki og styrkjaumsóknir og vefnámskeið um eðli nýsköpunar. Nýtt hlaðvarp um nýsköpun hóf göngu sína. Í hlaðvarpinu er bæði rætt við frumkvöðla í íslenskum iðnaði og fólk sem starfar í stuðningi við nýsköpun. 

Nokkur stór verkefni á mismunandi sviðum innan Iðunnar teljast vera nýsköpunarverkefni. Á starfsárinu hlaut Iðan styrk úr Aski mannvirkjarannsóknarsjóði, sem veitir styrki með áherslu á nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.

Styrkurinn var veittur til þess að efla fræðslu um loftþéttleikamælingar bygginga. Afraksturinn er námskeið í loftþéttleikamælingum og leggur BYKO til hús sem hægt verður að mæla loftþéttleikann í. 

Nýsköp­un­ar­verk­efni

Nokkur stór verkefni á mismunandi sviðum innan Iðunnar teljast vera nýsköpunarverkefni. Á starfsárinu hlaut Iðan styrk úr Aski mannvirkjarannsóknarsjóði, sem veitir styrki með áherslu á nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.

Styrkurinn var veittur til þess að efla fræðslu um loftþéttleikamælingar bygginga. Afraksturinn er námskeið í loftþéttleikamælingum og leggur BYKO til hús sem hægt verður að mæla loftþéttleikann í. 

Endurvinnsluhlutfall

Urðun: 26%
Endurunnið: 38%
Lífrænn úrgangur: 36%

Losun eftir umfangi

Umfang 1: 2.9%
Umfang 2: 3.7%
Umfang 3: 13.5%

Mótvægisað­gerðir

Trét-C02-íg
10010