Alþjóð­astarf

Alþjóðleg þróunarverkefni, samfélagsleg ábyrgð og samstarf um framþróun í iðnaði er mikilvægur hluti af starfsemi Iðunnar.

Alþjóðleg fræðsla og fram­þróun

Iðan fræðslusetur tekur virkan þátt í alþjóðlegu fræðslustarfi og framþróun þekkingar í löggiltum iðngreinum. Alþjóðlegt fræðslustarf Iðunnar byggir á stefnu sem leggur áherslu á umhverfi og ábyrgð, fjölbreytileika og inngildingu, stafræna umbreytingu og virkni í netverkum. 
Með þátttöku í fjölbreyttum alþjóðlegum verkefnum hefur Iðan eflt tengslanet, styrkt faglega þróun og aukið gæði náms og starfsþjálfunar. 

Sannvottun örnáms

Erasmus+ verkefnið MCEU snýst um að prófa nýja lausn ESB á sannvottun örnáms í ferðaþjónustu. Verkefnið er unnið í samstarfi við evrópska aðila og Samtök ferðaþjónustunnar og miðar að því að nýta bálkakeðjutækni til að tryggja öryggi og gildi viðurkenninga. Með þessu á að auðvelda hreyfanleika vinnuafls, styrkja stöðu starfsfólks og draga úr fölsunum.

EQAMOB

Annað Erasmus+ verkefni, EQAMOB, er leitt af Iðunni og miðar að því að innleiða evrópskt gæðamerki fyrir fyrirtæki sem taka þátt í náms- og starfsmannaskiptum.

Norræn samvinna um símenntun

Nordplus
Í mars 2025 tók Iðan þátt í Nordplus-verkefni þar sem fulltrúar frá Íslandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð komu saman í Reykjavík til að miðla reynslu og bera saman nálganir í símenntun. Áherslan var á sveigjanleg námsúrræði, örnám, raunfærnimat og stafrænar lausnir, með það markmið að þróa sameiginlega norræna nálgun á viðurkenningar örnáms yfir landamæri. 

Styrkir sem sótt var um

ÁrUpphæð
202210.5 miljónir króna
202333 miljónir króna
202423 miljónir króna
202523 miljónir króna

Iðnnemar og nýsveinar

GreinLandLengd (dagar)Fjöldi
MatreiðslaNoregur702
MatreiðslaDanmörk3626
GullsmíðiHolland981
GullsmíðiDanmörk2062
HúsgagnasmíðiFrakkland2121
MúraraiðnSvíþjóð171
Samtals96513

Leið­bein­endur, nefndir og starfs­fólk

GreinLandLengd (dagar)Fjöldi
MálmiðngreinarFinnland6
BíliðngreinarFinnland30
ByggingagreinarFinnland22
MatvælagreinarFinnland6
MatvælagreinarAusturríki16
Sérfræðingar í fræðslumálumEistland16
Samtals9621

Móttaka iðnnema

GreinLandLengd (dagar)Fjöldi 
HársnyrtiiðnFinnland58
BifvélavirkjunÞýskaland30
VélvirkjunAusturrík63
MegatronicAusturríki42
PípulagnirAusturríki21
Húsasmíði (roofer)Frakklandi30
MatreiðslaNorður Írland18213 
MatreiðslaEistland42
Samtals50325