Alþjóð­astarf

Alþjóðleg þróunarverkefni, samfélagsleg ábyrgð og samstarf um framþróun í iðnaði er mikilvægur hluti af starfsemi Iðunnar.

Erasmus

Ævintýri í Evrópu er verkefni sem snýst um fólk. Iðnnemar og fagfólk fara til frekara náms og þjálfunar í Evrópu í gegnum Erasmus áætlunina og tekið er á móti evrópskum iðnnemum og fagfólki hér á landi. Aldrei hefur fleira fagfólk og sérfræðingar nýtt sér Erasmus áætlunina hjá okkur. Á árinu fékk Iðan gæðaviðurkenningu Erasmus fyrir framúrskarandi náms- og þjálfunarverkefni.

Teymi alþjóðaverkefna Iðunnar


Teymi um alþjóðaverkefni Iðunnar var stofnað í janúar 2023 hefur það hlutverk að þróa og fylgja eftir alþjóðastefnu Iðunnar. Fyrstu verkefnin eru að kortleggja verkefni, markaðsmál, tölfræði og endurskoða alþjóðastefnuna. Helstu áhersluatriði alþjóðlegar verkefna eru; Umhverfi og ábyrgð, inngilding og fjölbreytileiki, stafræn umbreyting og virkni í þátttöku netverka.

Iðan sækir um styrk á hverju ári og er með að jafnaði þrjú náms-og starfsmannaskipta verkefni í gangi:

ÁrUpphæð
202119 miljónir króna
202210.5 miljónir króna
202333 miljónir króna

Iðnnemar og nýsveinar

GreinLandLengd (dagar)Fjöldi
MatreiðslaNoregur702
MatreiðslaDanmörk3626
GullsmíðiHolland981
GullsmíðiDanmörk2062
HúsgagnasmíðiFrakkland2121
MúriðnSvíþjóð171
Samtals97113

Leið­bein­endur, nefndir og starfs­fólk

GreinLandLengd (dagar)Fjöldi
MálmiðngreinarFinnland6
BíliðngreinarFinnland30
ByggingagreinarFinnland22
MatvælagreinarFinnland6
MatvælagreinarAusturríki16
Sérfræðingar í fræðslumálumEistland16
Samtals9621

Móttaka iðnnema

GreinLandLengd (dagar)Fjöldi 
HársnyrtiiðnFinnland58
BifvélavirkjunÞýskaland30
VélvirkjunAusturrík63
MegatronicAusturríki42
PípulagnirAusturríki21
Húsasmíði (roofer)Frakklandi30
MatreiðslaNorður Írland18213 
MatreiðslaEistland42
Samtals50325

Starfsnámsheimsóknir

Fulltrúar frá  Menntamálastofnun Svía, Skolverket, heimsóttu okkur í september, fast á eftir fylgdi annar hópur fólks í málmiðnaði frá sveitarfélaginu Skåne Nordöst í Svíþjóð. Í upphafi árs fengum við tvo sérfræðinga frá Stadin Ao í Helsinki, sem er einn stærsti verkmenntaskóli Finnlands.

Í mars kom Dr. Franz Kaiser frá Rostock háskólanum í Þýskalandi Prof. Dr. Franz Kaiser - Institut für Berufspädagogik - Universität Rostock (uni-rostock.de)  til að kynna sér menntakerfin á Íslandi og hvað Iðan er gera í fræðslumálum. Franz er prófessor í iðnnámi og hefur sérstakan áhuga samspil skóla og atvinnulífs. Stór hópur frá launþegasamtökum í Frakklandi sóttu greinagóða kynningu hjá okkur um starfsemi Iðunnar. Annar hópur kom frá launþegasamtökum INE GSEE - í Grikklandi. Að lokum komu starfsnámsnemar frá samtökum launþega í Austurríki í starfskynningu til Iðunnar á vegum ASÍ.

Ævin­týri í Evrópu – náms- og starfs­manna­skipti Iðunnar

Á vormánuðum komu til landsins iðnnemar í pípulögnum, vélvirkjun og megatronics frá Austurríki í gegnum samstarfsfélaga Iðunnar hjá IFA.
Starfþjálfunin fór fram hjá AH pípulögnum, HD og Marel. Starfsnemarnir lýstu ánægju sinni með skipulagið og þá sérstaklega þeirri leiðsögn sem þau fengu, fagmennsku fyrirtækjanna og með þau verkefni sem þeim var treyst fyrir.

EQAMOBII

Nýsköpun í starfsnámi

Erasmus+  samstarfsverkefnið EQAMOBII snýr að gæðum í náms- og starfsmannaskiptum og fjallar um stafræna umbreytingu gæðaviðurkenninga fyrir fyrirmyndarfyrirtæki sem senda og/eða taka á móti iðnnemum/nýsveinum í vinnustaðanám. Um er að ræða nýsköpunar- og tilraunaverkefni. Náin samvinna er við fjölda fyrirtækja og Erasmusnema við prófun. Meira um verkefnið er að finna á vefsíðu verkefnisins  EQAMOB – European quality assurance for learning mobility.

Norrænt tengslanet um nám fullorðinna

Markmið með verkefninu NVL (Nordisk Netverk for Vuksnas Lærningi) er að efla samstarf á sviði þekkingar og greiningar á helstu viðfangsefnum fullorðinsfræðslu. Verkefni NVL eru mikilvægur stuðningur við framtíðarsýn og stefnumótun Norrænu ráðherranefndarinnar. Iðan er hluti af NVL netverki sem fjallar um stafræna umbreytingu í atvinnulífinu. Hægt er að lesa um aðgerðaáætlun netverksins hér  Verksamhetsplan 2023 – NVL Digital – arbejdsliv - NVL.