Bílgreinar

Áfram hefur verið mikil ásókn í rafbílanámskeið sem vottuð eru af Institute of Motor Industry (IMI) í Bretlandi og því hefur þungamiðja námskeiðshalds á bílgreinasviði verið þar.

Sigurður Svavar Indriðason

Námskeið á þrepi fjögur í þróun

Umboð jafnt og almenn verkstæði hafa verið dugleg að senda sitt fólk á rafbílanámskeiðin og er almennt mikil ánægja hjá þátttakendum. Á vorönn 2023 voru haldin 6 námkskeið á þrepi 2.2 og 8 á þrepi 3 sem samsvarar um 298 klst í kennslu. Byrjað var að vinna í því að geta boðið upp á námskeið á þrepi 4 þar sem áhersla er lögð á lifandi straum og háspennurafhlöðu. Einnig voru fengnir aðilar frá Bretlandi til að halda vottunarnámskeið í tengslum við meðhöndlun kælimiðla og ADAS kerfi.


Bílgreinasvið stóð að keppni í bifreiðasmíði og bílamálun með aðstoð kennara í þessum greinum á Íslandsmóti iðn- og verkgreina í mars. Stefnt er á að senda keppanda í bíliðngreinum á Euroskills 2025 sem haldið verður í Danmörku. Hlaðvörp og fjölbreytt miðlun fræðslu á vefnum eru einnig sívaxandi þáttur í fræðsluframboði bílgreina enda mikil framþróun í greinunum sem þarf stöðugt að fylgjast með.

Á bílamessunni í Gautaborg