Málm- og véltæknigreinar
Í málm- og véltæknigreinum leiðir nú Óskar Grétarsson þróun og framleiðslu námskeiða og tók við af Kristjáni Kristjánssyni sem lét af störfum vegna aldurs. Fræðslustarfið var með nokkuð hefðbundnu sniði en gert var sérstakt átak í heimsóknum til fyrirtækja til að kanna fræðsluþarfir félagsfólks.
Heimsóknirnar gáfu góða mynd af fræðsluþörf fyrir greinina og nú þegar hafa verið gerð ný námskeið sem mæta þörfinni. Félag kennara í málm- og véltæknigreinum héldu aðalfund í húsakynnum Iðunnar og fengu um leið kynningu á starfinu sem hér fer fram.
Heimsókn þessa hóps leiddi af sér eitt endurmenntunarnámskeið fyrir kennara í greininni. Vonandi er þessi samvinna byrjun á farsælu samstarfi við kennara í greininni. Fræðsla í málm- og véltæknigreinum er eins og í öðrum greinum innan Iðunnar á fjölbreyttum grunni og með góðu aðgengi fyrir félagsfólk. Bæði er boðið upp á staðbundin námskeið og fjarnám og einnig fræðslumyndskeið og hlaðvörp á vefnum um það sem er áhugavert eða nýtt í faginu.
Málmsuðukeppni í húsakynnum Iðunnar
Keppni í málmsuðu á Íslandsmóti iðn- og verkgreina fór ekki fram í sýningarrými Laugardalshallarinnar, af öryggisástæðum. Keppendur nutu sín afar vel í húsakynnum Iðunnar og var streymt frá keppninni í Höllina. Í bás á vegum málm- og véltæknigreina vöktu hins vegar athygli þjarkar (e.robots) á vegum Sameyjar og. Mechatronics sem er samstarfsverkefni Iðunnar, Rafmenntar, RSÍ og VM.