Bygg­inga- og mann­virkja­greinar

Vistvænar byggingar og sjálfbærni hafa verið ofarlega á baugi í byggingariðnaðum að undanförnu og hefur Iðan hefur boðið upp á námskeið um málefnið. Þau hafa verið vel sótt og greinilega vaxandi áhugi meðal iðnaðarmanna. Má þar nefna námskeið um svansvottuð hús, vistvæn byggingarefni, meðhöndlun byggingarúrgangs og lífsferilsgreiningar. 

Á döfinni er námskeið um hampsteypu og nýlega hlaut Iðan styrk úr Aski, mannvirkjarannsóknarsjóði til að þróa námskeið um loftþéttleikamælingar húsa. Á sviði öryggis og vinnuverndar voru boðin ný námskeið um röraverkpalla og fallvarnir.  Einnig var hleypt af stokkunum nýju appi til skráningar á áhættumati við byggingarframkvæmdir. Appið má finna á PlayStore.

Á árinu var að nýju tekið upp samstarf við hóp gæðastjóra í verktakafyrirtækjum í byggingariðnaði. Hafa verið haldnir opnir fræðslu- og umræðufundir um gæðastjórnun í byggingariðnaði sem hafa verið vel sóttir í húsnæði Iðunnar og einnig í streymi á Teams.
Tekið var upp að nýju samstarf um endurmenntun fyrir garðyrkjumenn við Garðyrkjuskólann sems nú er hluti Fjölbrautaskóla Suðurlands en tilheyrði áður Landbúnaðarháskólanum.