Matvæla- og veitingagreinar
Nýr leiðtogi matvæla- og veitingagreina var ráðinn á starfsárinu, Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumeistari. Fræðslustarfið einkenndist fjölbreyttri miðlun á sérfræðiþekkingu innlends og erlends fagfólks í hlaðvörpum og fræðslumolum til félagsfólks.
Sérfræðingar í bakstri og konfektgerð
Námskeið voru ýmist haldin á íslensku og ensku enda fjölgar fagfólki í matvæla og veitingagreinum sem er af erlendu bergi brotið.
Á árinu voru fengnir tveir erlendur sérfræðingar til landsins, þau Josep Pascual og Maria Myhre Mikkelsen sem héldu master-class námskeið bæði í bakstri og konfektgerð.
Norræna nemakeppnin
Norræna nemakeppnin í matreiðslu og framreiðslu var haldin í Osló í apríl. Keppendur frá Íslandi voru matreiðslunemarnir Hinrik Örn Halldórsson og Marteinn Rastrick hjá LUX veitingum. Í framreiðslu kepptu þeir Finnur Gauti Vilhelmsson nemi á Vox Brasserie og Benedikt E. Birnuson nemi hjá Matarkjallaranum. Þjálfari nemanna í matreiðslu var Gabríel Kristinn Bjarnason og Axel Árni Herbertsson þjálfaði framreiðslunemanna. Þeir Hinrik Örn og Marteinn unnu til gullverðlauna í matreiðslu og framreiðslunemarnir voru í þriðja sæti sæti. Keppnin var mjög jöfn í framreiðslu og munaði fáum stigum á efstu sætunum.