Fræðsla

Ný fræðslustefna Iðunnar fræðsluseturs með félagsfólk okkar í forgrunni setti mark sitt á þróun námskeiða og fræðslu á liðnu starfsári. Sérstök áhersla var lögð á sjálfbærni og lagður grunnur að því að byggja upp frjótt nýsköpunar- og tækniumhverfi.

Þróun í námskeiðshaldi hefur mjög jákvæð í kjölfar Covid og hefur verið góður vöxtur í framboði námskeiða og fjölda þátttakenda síðustu annir. Aldrei hafa fleiri námskeið verið í boði en á starfsárinu og munar umtalsvert, að sama skapi hafa aldrei jafn margir sótt námskeið hjá Iðunni á einu starfsári. Hér má sjá ítarlegri tölfræði starfsársins.

Tölfræði stað­bund­inna námskeiða

Fræðslustarf ársins var fjölbreytt og lifandi.

Bílgreinar

Áfram hefur verið mikil ásókn í rafbílanámskeið sem vottuð eru af Institute of Motor Industry (IMI) í Bretlandi og því hefur þungamiðja námskeiðshalds á bílgreinasviði verið þar. Umboð jafnt og almenn verkstæði hafa verið dugleg að senda sitt fólk og er almennt mikil ánægja hjá þátttakendum.

Bygg­inga- og mann­virkja­greinar

Vistvænar byggingar og sjálfbærni hafa verið ofarlega á baugi í byggingariðnaðum að undanförnu og hefur Iðan hefur boðið upp á námskeið um málefnið. Þau hafa verið vel sótt og greinilega vaxandi áhugi meðal iðnaðarmanna. Má þar nefna námskeið um svansvottuð hús, vistvæn byggingarefni, meðhöndlun byggingarúrgangs og lífsferilsgreiningar. 

Matvæla- og veit­inga­greinar

Nýr leiðtogi matvæla- og veitingagreina var ráðinn á starfsárinu, Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumeistari. Fræðslustarfið einkenndist fjölbreyttri miðlun á sérfræðiþekkingu innlends og erlends fagfólks í hlaðvörpum og fræðslumolum til félagsfólks. Námskeið voru ýmist haldin á íslensku og ensku enda fjölgar fagfólki í matvæla og veitingagreinum sem er af erlendu bergi brotið. 

Málm- og véltækni­greinar

Í málm- og véltæknigreinum leiðir nú Óskar Grétarsson þróun og framleiðslu námskeiða og tók við af Kristjáni Kristjánssyni sem lét af störfum vegna aldurs. Fræðslustarfið var með nokkuð hefðbundnu sniði en gert var sérstakt átak í heimsóknum til fyrirtækja til að kanna fræðsluþarfir félagsfólks. 

Prent- og miðl­un­ar­greinar

Helstu áherslur á liðnu starfsári voru miðlun á sérfræðikunnáttu okkar fremsta fagfólks. Birna Geirfinnsdóttir prófessor miðlaði kenningum Jost Hochult í leturfræði í byrjun febrúar fyrir fullu húsi. Á fyrirlesturinn mætti fagfólk í prentiðnaði jafnt og hönnuðir. Steinar Júlíusson bauð upp á þjálfun í hreyfihönnun og þrívídd fyrir grafíska miðlara.

Sjálf­bærni og nýsköpun

Markmið Iðunnar er að fræðslustarfið einkennist af frjóu nýsköpunar- og tækniumhverfi og sjálfbærni.
Iðan býður félagsmönnum upp á nám sem stuðlar að og eflir nýsköpun og sjálfbærni.

Fræðslu­stjóri að láni 

Iðan er einnig þátttakandi í verkefninu Fræðslustjóri að láni, sem er markviss leið fyrir fyrirtæki til að koma fræðslumálum í fastari farveg. Verkefnið byggist á að lána út ráðgjafa til fyrirtækja sem fer yfir fræðslu og þjálfunarmál í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Alls voru 3 umsóknir um fræðslustjóra að láni afgreiddar á starfsárinu. Heildarupphæð styrkja var 518.471 kr.  Á bak við hverja umsókn geta verið einstaklingar frá fleiri en einu sviði.  

BILBYGGMATMVSPTS
Fræðslustjóri að láni0122.1100396.3610

Fræðslu­styrkir

Starfsmenntasjóðir á almennum vinnumarkaði hafa sameinast um vefinn Áttin  þar sem fyrirtæki geta á einfaldan og fljótlegan hátt sótt um fræðslustyrki til viðeigandi sjóða fyrir sitt starfsfólk. Iðan fræðslusetur er hluti af Áttinni. Fyrirtæki sem greiða endurmenntunargjöld til Iðunnar og eru í skilum eiga rétt á að sækja fræðslustyrk vegna starfstengdra námskeiða. Styrkur Iðunnar til fyrirtækis, vegna fræðslu, getur að hámarki orðið 20% af greiddum iðngjöldum til Iðunnar á síðastliðnu almanaksári. Að jafnaði styrkir Iðan 50% af kostnaði við hverja umsókn. Umsóknir fara allar í gegnum Áttina. Allar frekari upplýsingar um fræðslustyrki Iðunnar fræðsluseturs má  finna hér
Alls voru 151 umsóknir um fræðslustyrki afgreiddar á starfsárinu. Heildarupphæð styrkja var 7.600.696 kr.  Á bak við hverja umsókn geta verið einstaklingar frá fleiri en einu sviði. 

BILBYGGMATMVSPTS
Fræðslustyrkir1.856.549997.4311.042.6733.704.0430