Prent- og miðlunargreinar
Helstu áherslur á liðnu starfsári voru miðlun á sérfræðikunnáttu okkar fremsta fagfólks. Birna Geirfinnsdóttir prófessor miðlaði kenningum Jost Hochult í leturfræði í byrjun febrúar fyrir fullu húsi. Á fyrirlesturinn mætti fagfólk í prentiðnaði jafnt og hönnuðir. Steinar Júlíusson bauð upp á þjálfun í hreyfihönnun og þrívídd fyrir grafíska miðlara.
Þá var boðið upp á námskeið í umbroti og ritstjórn bæði rafrænna og prentaðra tímarita sem Guðbjörg Gissurardóttir hönnuður og ritstjóri kennir. Námskeiðunum er ætlað að styðja við íslenskan prentiðnað, efla grafíska miðlara í starfi og hvetja til metnaðarfullrar útgáfu. Á starfsárinu hélt markviss fræðsla til fyrirtækja og stofnana um sjálfbærni í prentiðnaði áfram. Átakið hófst árið 2020 með útgáfu fræðsluritsins Staðreyndir og sleggjudómar þar sem stuðst var við árangursríkt fræðslustarfi og rannsóknir bresku samtakanna Two Sides.
Ákveðið var að reikna út kolefnisspor prentiðnaðar en samstarf er um verkefnið við Pappírshóp Samtaka Iðnaðarins. Fjölmargar prentsmiðjur leggja bæði fræðsluátakinu og útreikningi kolsefnissporsins lið.
Eins og undanfarin ár er lögð áhersla á vítt og lifandi fræðsluframboð sem felst í hlaðvörpum, myndskeiðum og fræðslumolum til viðbótar við hefðbundið námskeiðahald. Grímur Kolbeinsson hefur umsjón með hlaðvarpi Augnabliks í iðnaði um prentgreinar ásamt leiðtoga sviðsins, Kristjönu Guðbrandsdóttur.