Mannauðs­stefna

Iðan leggur áherslu á að ráða, efla og halda í hæft starfsfólk. Því til stuðnings er félagið með skilgreinda fræðslu-, jafnréttis- og geðheilsustefnu sem og áætlun gegn einelti og áreitni á vinnustað. Iðan hefur hlotið jafnlaunastaðfestingu og leggur áherslu á að fylgjast með og vinna að stöðugum umbótum á starfsumhverfinu. Í þeim tilgangi eru haldin regluleg starfsmannasamtöl sem og gerðar kannanir meðal starfsfólks.

Starfsfólk Iðunnar fræðsluseturs í kennslusal hússins í Vatnagörðum 20.  Á myndina vantar Helen Gray, leiðtoga alþjóðaverkefna, Sigurð Svavar Indriðason leiðtoga bílgreina, Sólveigu Pálsdóttur markaðsstjóra og Ara Thorlacius leiðtoga matreiðslu- og veitingagreina.

Starfsfólk Iðunnar 2024-2025

Mannauður 2024-2025

Endurmenntun starfsfólks896,25 klst
Meðalaldur starfsfólks49
Hlutfall starfsmannaveltu3,9
Fjöldi starfsfólks/ársverk26,7

Í heildina á litið er ég ánægð/ur/t í starfi mínu

Sammála: 85%
Ósammála: 7.5%
Hlutlaus: 7.5%