Stjórn Iðunnar og helstu verk­efni

Á rekstrarárinu vann stjórn Iðunnar að nánari innleiðingu á stefnu og markmiðum fyrirtækisins sem sett voru fyrir árin 2022 til 2024. Áherslan er sem fyrr á þjónustu við félagsmenn, á fjölbreytt fræðsluframboð, á nýsköpun og tækni, þróun nýrra kennsluhátta, á samvinnu og sjálfbærni.

Stjórn Iðunnar skipa; Georg Páll Skúlason sem er jafnframt formaður stjórnar, Björg Ásta Þórðardóttir varformaður, Egill Jóhannsson, Eyjólfur Bjarnason, Finnbjörn Hermannsson, Gunnar Valur Sveinsson, Hilmar Harðarson, Jóhann R.Sigurðsson, Lilja Björk Guðmundsdóttir, Óskar Hafnfjörð Gunnarsson.

Varamenn; Anna Haraldsdóttir, Elísa Arnarsdóttir, Friðrik Ólafsson, Gunnar Sigurðsson, Heimir Kristinsson, Magnús Örn Friðriksson, María Jóna Magnúsdóttir og Ólafur S. Magnússon. Varamenn og áheyrnarfulltrúar, Halldór Arnar Guðmundsson og Svanur Karl Grjetarsson.

Stjórnarteymi Iðunnar skipa þau Georg Páll Skúlason, Björg Ásta Þórðardóttir, Eyjólfur Bjarnason, Óskar Hafnfjörð auk framkvæmdastjóra Hildi Elínu Vigni og Brynju Blomsterberg fjármálastjóra.

Stjórn Iðunnar fundaði átta sinnum á starfsárinu en stjórnendateymi Iðunnar fundaði samtals ellefu sinnum.

Innleiðing á markmiðum og stefnu Iðunnar

Hluti af innleiðingu nýrrar stefnu var að uppfæra skiptireglur Iðunnar og kostnaðarskiptingu verkefna innan fyrirtækisins, samræma námskeiðsgjöld, uppfæra gæðakerfið og fl.  í takt við áherslur stjórnar. Fjárhagsáætlun Iðunnar fyrir komandi rekstrarár tekur mið af nýjum skiptireglum.
Stjórn samþykkti nýtt skipurit fyrir Iðuna en helstu breytingarnar á skipuritinu tengist nýju skipulagi í þjónustu fyrirtækisins. Stjórn samþykkti að innleiða nýtt upplýsingakerfi og mælikvarða sem tengjast áherslum og markmiðum Iðunnar. Mælikvarðarnir flokkast í árangurs- og rekstrarvísa og er ætlað að veita góða yfirsýn yfir starfsemi og áherslur fyrirtækisins. Árangurs- og rekstrarmælikvarðar eru aðgengilegir á mælaborði stjórnar Iðunnar. Stjórn samþykkti nýjar siðareglur fyrir Iðuna og vann að nýrri áhættugreiningu fyrir fyrirtækið.

Stjórn Iðunnar tilnefndi tvo aðalmenn og varamann í stjórn Nemastofu atvinnulífsins. Aðalmenn eru þau Óskar Hafnfjörð Gunnarsson og Hildur Elín Vignir. Varamaður er Björg Ásta Þórðardóttir.

Iðan annaðist verkefnastjórn fyrir Mína framtíð, Íslandsmót iðn- og starfsgreina en viðburðurinn var haldinn í mars sl. Stjórn Iðunnar styrkti verkefnið með beinum fjárframlögum og vinnuframlagi starfsfólks.

Framkvæmd Minnar framtíðar og skipulag tókst vel. Góð þátttaka var í keppnisgreinum og framhaldsskólar landsins tóku virkan þátt í sýningunni.  Almenn og góð þátttaka var meðal grunnskólanemenda og sérstaklega var ánægjulegt hvað skólar á landsbyggðinni tóku virkan þátt í sýningunni. Iðan tekur einnig þátt í undirbúningi og skipulagi Euroskills keppninnar sem er haldin í Póllandi en tólf greinar eru skráðar til keppni frá Íslandi.

Iðan stóð fyrir bransadögum í nóvember sl. sem voru vel sóttir og heppnuðust vel. Þema bransadaganna var sjálfbærni og boðið upp á fyrirlestra frá innlendum og erlendum sérfræðingum í umhverfismálum í iðnaði.

Finnbjörn Hermannsson, formaður ASÍ og fyrrverandi stjórnarmaður um Iðuna fræðslusetur.

Eigið fé